Gullfiskaminni Íslendinga!

Það sannast enn og aftur að við Íslendingar höfum gullfiskaminni.

Ríkisstjórnin sem við kusum hefur siglt landi og þjóð upp á sker þar sem þarf víðtækar björgunaraðgerðir til að ná okkur á flot aftur.

Menn þvælast fyrir á strandstað sjálfum sér til skammar og öðrum til skapraunar og skaða.

Menn ljúga upp í opið geðið á okkur um stöðu mála og reyna að hvítþvo sjálfa sig með því.

Menn stunda yfirhylmingar og valdníðslu.

Menn sitja sem fastast þrátt fyrir augljós afglöp í starfi og það sannar sig að sú aðferð ríkisstjórnarinnar virkar.

Þeir þekkja sitt heimafólk!  Frown 


mbl.is Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú eru liðnir 88 dagar frá hruni og ennþá er verið að tala um sömu hlutina, aðgerðaleysi stjórnvalda, dugleysi seðlabanka, óhæfir menn í FME, spilltir bankamenn o.s.frv. Alli sitja þessir menn ennþá á stólunum sínum , nema 5 yfirmenn hjá Kaupþingi að ógleymdum Tryggva.
Hvað er að? Lýðræðið virkar greinilega ekki, eða eins og einn spekingur órðaði það: Lýðræði er mjög óskilvirkt stjórnkerfi.
Þjóðin verður að fá að ráða og fá að kjósa. Ég hef hingað til verið talsmaður þess að sitjandi stjórn fengi að taka til eftir sig, en nú finnst mér nóg komið af aðgerðarleysi. ISG sinnir málefnum Israel og Palestínu betur en málum hér heima - Nóg komið af umræðustjórnun, nú verður að fara að vinna.
Quantum Satis

pbh (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband