Minningartónleikar um Vilhjálm Vilhjálmsson

Ég sá hluta af þessum tónleikum á Stöð 2 í kvöld.  Hreint yndisleg lögin og vel flutt hjá þeim sem ég sá.

Ég grét og ég hló með og margt rifjaðist upp frá fyrri tíð.

Það sem ég tók eftir var hve margir textarnir eiga vel við í dag.  Hafa elst vel.  Lögin standa alltaf fyrir sínu og sönginn hans Villa er erfitt að toppa. InLove

Það ver enginn að reyna það og því var útkoma tónleikanna góð.

Þorvaldur Halldórsson frábær og hún Helena Eyjólfs.  Jónsi, Stebbi Hilmars, Guðrún Gunnars, Eyfi, Diddú og Egill, Ragnheiður Gröndal, Bjöggi og auðvitað hann Eiríkur Fjalar.  Öll fóru þau á kostum og aðrir sem ég sá ekki hafa vafalaut gert það líka.

Þessi texti og þetta lag á mjög vel við í dag á ljóshraða augnabliksins sem öll ætlum við að fanga á nóinu!

Helst í gær! Blush

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Sá þessa minningatónleika um Vilhjálm á stöð 2 í gær og var yfir mig hrifin. Það er ekki hægt að toppa sönginn hans Vilhjálms! Þetta var frá bært.

Gleðilega hátíð,

Sóldís Fjóla

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.12.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband