Hættur farinn!

Hvers lags er þetta?  Eru fyrrverandi starfsmenn bankanna víða að sjá um innri endurskoðun þeirra?

Hvernig samræmist það lögum?

Hvernig á þessi sami starfsmaður að verja sig ef eitthvað kemur upp sem áhöld eru um?

Það er gott hjá honum að hætta en ég er meira undrandi á að hann tók að sér starfið í upphafi?

Undrandi á stjórnendum bankans og þar með ríkisstjórninni að ráða hann í starfið?

Ég er ekki að segja þar með að þessi maður sé eitthvað óheiðarlegur en það samræmist ekki starfi endurskoðanda að hafa unnið fyrir stofnunina áður.

Endurskoðendur verða að vera hafnir yfir allan vafa!

Ríkisstjórnin virðist vera föst í einhvers konar spillingarpytti sem hún sér ekki upp úr!

Við viljum að það sé hreinsað algerlega til.  Við trúum ekki á kattarþvott ríkisstjórnarinnar.

Svo vill til að einstaka menn eins og Brynjólfur ranka við sér og fatta að þetta passar ekki.  Það er ekki ríkisstjórninni eða stjórnendum bankanna að þakka. 


mbl.is Innri endurskoðandi óskast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bradum kemur gosid

The outlaw (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband