lau. 20.12.2008
Fésbókin áhyggjuefni sálfræðinga
Ég heyrði um daginn í fréttunum að sálfræðingar hafa áhyggjur af auknum hjónaskilnuðum vegna fésbókarinnar (facebook).
Ég held að spjallrásir á netinu og bloggið hafi nú ekki síður rutt brautina fyrir framhjáhald á netinu sem þróast út í nánari kynni.
Moggabloggið hefur sannanlega komist upp milli hjóna.
Ég kýs að nefna engin nöfn en ég tel að allir sem hafa haft opin augun og fylgst með sumum hér á Moggablogginu þurfi ekkert að vera að leita að fordæmum á Fésbókinni.
Þegar einstaklingar eru á annað borð óheiðarlegir í því sem þeir eru að gera og leitandi geta þeir notfært sér hvaða miðil sem er.
M.a.s. gamla góða símann, sms og hvernig var með ástarbréfin á snail-mail?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.