Rólegheit

Það eru bara rólegheit hér á bæ í dag.  Ég heimsótti foreldra mína og skutlaði pabba aðeins í búð.  Fór svo með vinkonu minni í smá leiðangur.  

Keypti jólamat fyrir kisu og svo eina jólagjöf.

Ég labbaði í gegn um í Blómval að sækja kisumatinn, það var stútfullt út úr dyrum þar.  Margir að kaupa jólatréð núna.  Maður sá í toppinn á trjánum út úr bílum hér og þar þegar þeir renndu úr hlaði verslunarinnar.

Okkar tré er komið út á svalir þó ekki sé það keypt í Blómaval heldur af Flugbjörgunarsveitinni.

Við ætlum svo að versla inn fyrir jólin í Krónunni á morgun og síðan að taka til og pakka jólagjöfum.  Því næst búum við til ís og eplaköku, sjóðum hangikjöt og undirbúum jólamatinn sem verður hamborgarhryggur.

Jólatréð verður svo sett upp fljótlega og skreytt í rólegheitunum á næstu dögum.

Hátíð í bæ! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Huggulegur fjölskyldudagur, gaman. Knús úr Norðurport, þar sem búið er að vera líflegt í dag. Hljómsveitin sló í gegn !

Hulda Margrét Traustadóttir, 20.12.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gott að heyra frá þér. Knús í portið!!!

Vilborg Traustadóttir, 20.12.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband