Ofurlaun

Ég tek undir með Ástu.  Laun forystumanna í verkalýðshreyfingunni eru orðin of langt frá skjólstæðingum þeirra.

Óskar Garibalda, frægur verkalýðsfrömuður og formaður verkalýðsfélsgsins Vöku á Siglufirði á mjög róstusömum og erfiðum tímum tók aldrei hærri laun en lægstu verkamannataxtar hljóðuðu upp á.

Hann naut virðingar, var ötull foringi og skilaði gríðarlega mikilvægu og óeigingjörnu starfi í þágu vinnandi stétta.

Hann var óumdeildur.

-- 

Forsvarsmenn verkalýðsins í dag eru mjög hjáróma, hafa verið sitjandi í boði auðmanna hér og þar, á ofurlaunum sjálfir, haldandi á lofti nauðsyn verðtryggingar!

 


mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

..... sitjandi í bankaSTJÓRNUM "auðmanna" með ofurlaun þar til viðbótar á dagvinnutíma án skerðingar á sínum föstu mánaðarlaunum hjá stéttarfélaginu ........

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 8.12.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir Haarde hefur alvald til þess að halda þessum öflum við völd út kjörtímabilið. Við losnum ekki við þessa spilltu stjórnmálamenn sem þiggja mútur frá auðmönnum, í formi boðsferða í snekkju Jóns Ásgeirs, leynistyrki í kosningasjóði, jólagjafir osfr, nema að gera byltingu.

Við getum valið um að láta þetta lið hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu. Svo einfalt er málið.

Það er alvarlegt mál að Geir Haarde og hans lið setur milljóna skuldir á bak hvers einstaklings sem birtist á fæðingadeildinni.

Einhverjir verða jú að borga veisluna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:54

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir Haarde

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: G Antonia

kvitt á þig og aðventuknús

G Antonia, 9.12.2008 kl. 03:31

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þetta er rétt, bilið er allt of mikið og þessir menn ekki í takt við fólkið í landinu.

Hulda Margrét Traustadóttir, 9.12.2008 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband