Skreytt hátt og lágt

Við skreyttum vel og vandlega með tveimur ömmu og afastrákum í dag, söknuðum hinna tveggja.

Það er miklu skemmtilegra að skreyta þegar sérfræðingar í jólum og jólasveinum eru með til halds og trausts.

Eigið sem bestan dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Skrítið að vinna um helgi en nú færast jólaverkin yfir á hina vikudagana. Það hefur verið fjör hjá ykkur trúi ég. Sérfræðingarnir litlu hafa líklega ráðskast svolítið með ömmu og afa  Gekk vel í dag

Hulda Margrét Traustadóttir, 7.12.2008 kl. 19:11

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við hengdum upp eina útiseríu í dag þannig að það er komin smá jólasvipur á húsið. Fólk virðist almennt vera að beina athyglinni að jólaundirbúningi og líta aðeins upp frá kreppunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.12.2008 kl. 20:00

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já það er málið að hleypa jólunum að en leggja asvo fullt kapp á að breyta ástandinu eftir áramótin. Það á mjög margt eftir að koma í ljós og manni finnst alltaf eitthvað nýtt koma á daginn, eitthvað sem er jafnvel verra en mann óraði fyrir.

Ég naut dagsins því vel og það var ekki skortur á hugmyndaflugi. Þetta kemur mjög vel út hjá okkur.

Aðventuknús.

Vilborg Traustadóttir, 7.12.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband