lau. 6.12.2008
Fækkar mótmælendum?
Aðeins 1000 manns mættu á mótmælafund í dag. Hvernig er það erum við að verða sátt við ástandið?
Erum við kannski í jólaundirbúningi?
Hvar eru verkalýðsfélöghin?
Hörður Torfason stendur einn fyrir mótmælafundum.
Ég var í aðventuboði og hef reyndar aðeins einu sinni farið á mótmælafund.
Hjarta mitt mótmælir þó kröftuglega.
Burt með hálfkák, hálfsannleik og ábyrgðarfælni.
(Lesist aðgerðarleysi, lygar og eiginhagsmunagæsla).
Ábyrgðin er ekki okkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég spyr, á hvaða leið erum við ?
Erum við að gefa upp öndina ? Hvar er baráttuandi þessarar þjóðar.
Hulda Margrét Traustadóttir, 6.12.2008 kl. 22:29
Ég er búinn að sleppa afmælisveislu og boðum til að geta verið að mótmæla. Hef mætt á nánast öll mótmælinn þrátt fyrir vinnu. Ef fólk hefur eitthvað betra að gera en að mótmæla á svona tímum þá eigum við ekkert annað skilið en þetta.
En að öðru leiti eruð þið með þetta hárrétt. Flestir eru komnir með hugann við Jólinn. Mótmælin munu margfaldast á nýju ári.
Þröstur (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 23:26
Svo sannarlega er fólk að byrja að huga að hátíð fjölskyldunnar, ekki vitum við hvað verður um næstu jól. Við skulum þó mæta á mótmæli ef við getum ! Þetta er okkar land og okkar líf skattgreiðendur !
Hulda Margrét Traustadóttir, 7.12.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.