fös. 5.12.2008
Klúðrarar
Ég er eiginlega undrandi á því að það séu ekki meira en 8% sem vilja nýjan flokk.
Eins og þessir flokkar hafa klúðrað málum rækilega frá a-ö þá myndi ég engum þeirra treysta næstu árin.
Sjálfstæðisflokkurinn logar stafnanna á milli í eyðileggingareldi Davíðs Oddssonar.
Samfylkingin hefur ekki burði til að taka af skarið í einu eða neinu.
Vinstri græn frýjuðu sig fyrirfram allri ábyrgri afstöðu til stjórnarmyndunar eftir síðustu kosningar og hafa síðan nánast ekkert látið til sín taka nema að vera á móti öllu fyrirfram og eftirá.
Framsóknarflokkurinn er að liðast sundur innan frá með reglulegum fílu-bombum!
Frjálslyndir hafa ekki borið gæfu til að halda uppi aga innan sinna raða og láta framapotara og menn sem lítið erindi hafa í þágu almennings valta yfir sig sbr. Jón Magnússon.
Nei því segi ég það nýr þverpólitískur flokkur sem hneigist að jafnaðarmiðaðri frjálshyggju með ströngu eftirliti er það sem okkur vantar í dag.
Flokkur þar sem maður eins og Jón Baldvin Hannibalsson gæti nýtt krafta sína og gríðarlega reynslu ásamt auðvitað fjölda annarra einstaklinga sem nú spretta fram og vilja láta til sín taka.
Nú er lag.
Vilja nýja stjórnmálaflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er hræðilega illa unnin frétt t.d hvert var svarhlutfallið? hvernig var spurt? Fyrirtækið sem gerir þessa könnun er jú fyrst og fremst merkaðssetningar kannanna fyrirtæki.
Markaðsrannsóknir
Markaðs- og miðlarannsóknir ehf (www.mmr.is) - Stefnumótandi markaðsrannnsóknir
þetta er fengið af síðu Birtingahússins
Sævar Finnbogason, 5.12.2008 kl. 23:30
Alltaf versnar það, hver vill Davíð í stjórnmálin aftur, ég held að hann ætti að drífa sig á eftirlaun og gleyma hvorutveggja.
Hulda Margrét Traustadóttir, 5.12.2008 kl. 23:56
Það þarf líka að breyta kosningakerfinu og flokkakerfinu. Þessi kerfi ala á spillingu. Fólk þarf að fá að kjósa menn en ekki flokka. Landið á að vera eitt kjördæmi. Það á að banna auglýsingar og skoðanakannanir síðustu dagar fyrir kosningra.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:03
Þessu er ég nokkuð sammála, hef oft hugsað um þetta þegar kosið hefur verið í bæjar og sveitarstjórnakosningum og mig hefur langað til að sjá vissa menn og konur þar inni.
Hulda Margrét Traustadóttir, 6.12.2008 kl. 00:06
Já fréttin er flaustursleg og ekki vel unnin, sammála því.
Það er alveg rétt að við eigum að breyta kosningakefinu með það fyrir augum að losna við spillingu eins og kostur er,
Já og kjósa menn sem standa og falla með eigin skoðunum og gildum.
Ekki svona lið eins og við sitjum uppi með í dag, tekur enga ábyrgð en bendir bara á næsta mann og freistar þess að við gleymum!!!
Vilborg Traustadóttir, 6.12.2008 kl. 13:23
Takk fyrir notalega samúðarkveðjuna
Marta B Helgadóttir, 6.12.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.