Það skiptir litlu hvað var sagt

Það er enn meiri ástæða fyrir Davíð Oddsson að segja af sér hafi ekki verið hlustað á hann.

Hefði hann verið svona viss í sinni sök eins og hann heldur fram átti hann auðvitað að standa og falla með þessum upplýsingum sem honum tókst berlega ekki að koma til skila.

Nú eru uppi áhöld um hvað var sagt og hvað ekki.

Er ekki rannsókn í gangi? 

Við höfum enga þörf fyrir réttlætingar Davíðs Oddssonar núna, hann á bara að víkja.

Punktur. 


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hammurabi

Það hlýtur að felast í því að standa og falla með upplýsingum, að reynist þær réttar hafi hann rétt á því að standa, og þeir falla sem virða þær að vettugi.

Hammurabi, 4.12.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: María Pétursdóttir

Þarf ekki bara að fara að hljóðrita svona fundi?  Þessir pólitíkusar eru endalaust að bera kjaftasögur um hvorn annan og reyna með því að fría sig ábyrgð. 

Þetta er alveg með ólíkindum, og er Davíð ekki bara að hóta Geir Haarde.  Ef þú segir mér upp þá tek ég af þér formannsstólinn.

Úff, ég er svo sammála þér Ippa, ef maðurinn getur ekki talað skýrt og fengið ríkisstjórnina til að vinna með sér þá hlítur hann að vera óhæfur og á að sjálfsögðu að segja af sér.  Svo mætir hann eins og einhver Guð almáttugur á fund með lífverði og lögreglumenn sér til verndar.  Hvaða hroki er það?  Nema hann hafi fengið líflátshótun.  Ég þekki fólk sem hefur fengið líflátshótanir og það fær ekki svona lögreglufylgd.  Er þessi hersing til að gera sig breiðan eða er hann virkilega svona hræddur inni í sér blessaður karlinn?

María Pétursdóttir, 5.12.2008 kl. 05:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband