fim. 4.12.2008
Norðurport
Það er furðulegt hve fjölmiðlar eru fastir í neikvæðni. Ég er búin að senda ósk um umfjöllun á alla fjölmiðla vegna opnunar markaðarins Norðurport á Akureyri. Enginn þeirra hefur svarað eða sýnt áhuga á málefninu.
Tildrög þess að markaðurinn, sem er hugsaður sem eins konar Kolaport norðursins, varð til eru þau að bankastarfsmanni var sagt upp hjá Landsbankanum á Akureyri eftir 27 ára starf fyrir bankann.
Í stað þess að leggja árar í bát ákvað þessi kona sem er systir mín og heitir Margrét Traustadóttir, að opna markaðinn. Mikil ásókn er í sölubása og því augljóst að þörf á þessari starfsemi er mikil.
Sannarlega umhverfisvænt uppátæki þar sem endurnýting er meðal þess sem starfsemin gengur út á þó auðvitað sé þarna boðið upp á ýmislegt nýtt af nálinni eins og heimaunnið handverk og margt fleira.
Akureyrarbær leigir Norðurporti húsnæðið sem er að Dalsbraut 1. á Akureyri ( rétt við Glerártorg).
Hér er slóðin á Norðurport...
http://nordurport.is/
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Takk !
Hulda Margrét Traustadóttir, 4.12.2008 kl. 13:12
Alveg magnað! Fólkinu í landinu veitir ekki af svona fréttum á þessum síðustu og verstu. Það er alveg óþolandi hvað fjölmiðlar velta sér upp úr hrakfarasögum! Ég vona samt innilega að þetta rati inn á einhverja miðla.
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.