Særi ég og æri á ný....

Særi ég og æri á ný

hó hó og hí hí

Eitt sinn var ég ung og frjals 

með hvítan barm og hvítan háls

og ungur maður á mig leit

og enginn veit og enginn veit.

Allar stjörnur stigu dans

sængin mín varð sængin hans. 

 

(Eftir minni úr kvæðinu Norn eftir Davíð Stefánsson) 

 

Mér datt í hug upphafið að þessu magnaða kvæði Davíðs Stefánssonar þegar ég sá þessa mögnuðu konu fremja  vargastefnu við Stjórnarráðið.

Ég man því miður ekki allt kvæðið en gaman væri ef einhver lumar á því og gæti rifjað það upp með mér. 


mbl.is Vargastefna við Stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ég á Davíð eins og hann leggur sig svo ég gæti fundið það fyrir þig, þegar ég hef tíma

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.12.2008 kl. 22:09

2 identicon

Þetta eru mjóg þjóðleg mótmæli að mínu mati.

Þetta er eins og forn íslensk seiðkona mundi gera það.

Þetta er bara eins sjálfsagt og víkingur að skylmast í Hafnarfyrði.

Gaman að þessu og líka innlifun í þessu hjá henni.

Mundi gefa henni knús hvenær sem er.

Ef stjórmálamenn hafa ekkert illt gert þá hafa þeir ekkert að óttast.

Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég á Davíð líka einhversstaða en ég finn bækurnar ekki eftir síðustu flutninga??? Sem voru fyrir 2000!

Mæltu manna heilastur Vilhjálmur.

Vilborg Traustadóttir, 2.12.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband