fös. 28.11.2008
Ástandið er grafalvarlegt
Sífellt fleiri fyrirtæki loka eða fara á höfuðið. Sífellt fleiri missa vinnuna. Á hverjum degi heyri ég um fyrirtæki og verslanir sem er búið að loka eða munu hætta um áramótin.
Allt verslunar og skrifstofuhúsnæðið sem byggt var út í eitt mun standa autt innan ekki svo langs tíma.
Samdráttur á öllum sviðum, tekjur einstaklinga, fyrirtækja og stofnana hætta að standa undir rekstri.
Skatttekjur muni dragast verulega saman og ríki og sveitarfélög munu finna fyrir því.
Við munum finna fyrir því.
Framhaldið er óráðin gáta því óvissuþættir eru margir.
Sama fólkið og taldi okkur trú um að allt væri í himnalagi fram á síðasta dag er að rembast við að telja okkur trú um að þessar aðgerðir eða hinar séu tímabundnar.
Að stökk 30 ár aftur í tímann sé raunhæft.
Að það væri ábyrgðarleysi af þeim að segja af sér nú.
Er það svo?
Er hægt að byggja upp samfélag á rústum þess gamla með sama skipstjórann og sigldi í strand blindfullur?
Með sama stýrimann og kíkti yfir öxlina á honum blindfullur líka?
Með sömu áhöfn sem lætur sem hún sjái ekki fylleríið?
Eigum við að trúa því?
Sömu sögu er að segja um stjórnendur bankanna.
Á þá lögreglan að segja við blindfulla bílstjórann að hann megi aka heim Miklubrautina seinni part föstudags en síðan verði kosið um hvort hann missi prófið?
Eftir einhver ár?
Aðgerðir kynntar eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Facebook
Athugasemdir
Burt með óðjóðalýðinn. Fyrst tökum við ............................Getum ekki lengur lokað augunum fyrir svínaríinu.
Magnús Hannibal (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:11
Alltaf versnar það. Þessi vetur verður erfiður fyrir marga. Hryllilegt klúður frá A - Ö
Hulda Margrét Traustadóttir, 29.11.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.