Jón Ásgeir verst máttleysislega, sínu máli tölurnar tala

Jón Ásgeir Jóhannesson varðist mjög máttleysislega í sjónvarpinu nýlega þegar hann sór af sér að hafa stofnað hlutafélag sem í dag kallast Stím en var FS37!

Nú er það svo að hægt er að kaupa hlutafélög af KPMG fyrir hundrað þúsund kall sem þegar hafa verið stofnuð og því laug hann ekki í þeim efnum.

Það hafa þeir gert og fengið menn til að gera.

Trillukarl á vestfjörðum var gerður út til verksins.  Fékk lán hjá Glitni upp á 20 milljarða 

Hlutafélagið sem þá hét FS37 keypti síðan það litla magn af bréfum í FL Group sem var í umferð og að auki hlut í Glitni í þeim sama tilgangi sem var að halda uppi gengi á fallandi bréfum í Glitni.

Tölurnar segja sitt en í 7. sæti meðal stærstu hluthafar í FL Group 15.11. 2007  var Glitnir banki með 3,6% en skyndilega þann 22.11.2007 var í stað Glitnis banka komið FS37 ehf með 4,1% í 7. sætinu.

Lánið fékk trillukarlinn Jakob Valgeir Flosason  án þess að leggja nokkur veð á móti. 

Hvað veldur?

Svo er enginn ábyrgur en menn vaða áfram í peningunum okkar!

Trillukarlinn veiðir bara áfram eins og ekkert sé.  Gengur laus!

Nánar um þetta í sunnudagsblaði mbl. 


mbl.is Glitnir semur nýjar lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Er ekki Jón Ásgeir dásamlegur?

Hann kann ekki að ljúga! Gengur illa að segja satt líka!

Hann kann ekki að skammast sín!

Hann er fjármálasnillingur! Lesist: fjármálavillingur!

Snilld hans felst í að komast yfir og eyða annarra manna fjármunum!

Hann vildi fá að stofna lífeyrissjóð fyrir starfsmenn Baugs, en fékk ekki fyrir tilstilli fólks sem kann ekkert á fjármagn. Sá sjóður væri væntanlega gildur núna - eða hvað?

Björn Birgisson, 24.11.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband