Birkir Jón býður sig fram til varaformanns

Þarna er réttur maður fyrir Framsóknarflokkinn að sækjast eftir varaformannsembætti. Það er upp á líf eða dauða fyrir flokkinn að koma á ró innan sinna raða.

Flokkurinn hefur sótt fylgi sitt á landsbyggðina. Birkir Jón er fæddur og uppalinn norður á Siglufirði og það kann að auka vægi flokksins á landsvísu að fá menn eins og hann í forystusveitina.

Ég spái að hið pólitíska landslag breytist þokkalega mikið á næstu árum og það er fagnaðarefni að ungir og dugmiklir einstaklingar sækist eftir að leiða flokka sína í gegn um þær breytingar.

Sama hvað flokkurinn nefnist!

Þjóðin hefur þörf fyrir þetta fólk. 

 

 


mbl.is Birkir Jón sækist eftir varaformannsembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hann er þekktur fyrir klúður... réttur maður í stjórnmálin :)

DoctorE (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband