lau. 22.11.2008
Málið vindur upp á sig - eina leiðin er að þeir sem bera ábyrgð axli hana og segi af sér
Ég skora á Árna M. Mathisen, Björgvin G. Sigurðsson, Jónas Franklín, alla stjórn Seðlabankans, Davíð Oddsson og hina Seðlabankastjórana auk annarra sem ábyrgð bera í bankahruninu að segja af sér nú þegar.
Til þess að friður megi ríkja um þá gríðarlegu uppbyggingu sem framundan er er það algerlega nauðsynlegt.
Verði það ekki gert vex krafan um að enn fleiri segi af sér. Þ.e. þeir sem bera ábyrgð á þeim sem eiga að segja af sér strax.
Við treystum ykkur ekki lengur.
Þúsundir manna hópast á Austurvöll hvern laugardag, borgarafundir sprengja af sér húsnæði, eru komnir í Háskólabíó og enda sjálfsagt í Egilshöll.
Hvers vegna er svona erfitt að skilja þetta.
Réttlátt eða óréttlátt?
Skiptir ekki máli þið berið ábyrgð og eigið að axla hana nú þegar!
Það er enginn tími til að rökræða það.
Þjóðin á það skilið að þeir sem ábyrgð bera hætti að benda hver á annann og einfaldlega axli hana.
Taki pokann sinn! Þeir gera það í Kóumbíu.
Vandi fylgir vegsemd hverri.
Íslendingar láti ekki kúga sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hversu langan tíma þarf til þess að leiða mönnunum þetta fyrir sjónir. Landinn er búin að fá nóg og hana nú !
Hulda Margrét Traustadóttir, 23.11.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.