fös. 21.11.2008
Sluldir "óreiðumanna" greiddar
Þá höfum við hafist handa við að greiða upp skuldir "óreiðumanna".
Hvað var málið allan tímann?
Árni Matt sagði í frægu símtali að við ætluðum fyrst að koma skikki á mál hér heima áður en við grætum hugað að þessu máli:
Davíð sagði við borgum ekki skuldir óreiðumanna.
Gordon Brown beitti hryðjuverkalögum.
Geir sagði ekki neitt.
Ingibjörg Sólrún var í veikindaleyfi.
Björgvin kom af fjöllum.
Jónas Franklín fór í feluleik.
Árna Matt fannst það góð hugmynd og faldi sig líka.
Össur reif kjaft.
Geir sagði að ekki yrði unað við kúgun.
Björgólfur sagði að eignir dekkuðu innlán.
Geir brá sér í líki páfagauks og sagði að eignir dekkuðu innlán.
Ingibjörg Sólrún tók af skarið.
Nú vona allir að eignir dekki innlán.
Ef ekki erum við í djúpum skít!
Gleymdi ég einhverju(m)?
Greitt af Icesave reikningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Við erum í djúpum skít og hver að reyna að bjarga eigin skinni
Hulda Margrét Traustadóttir, 22.11.2008 kl. 08:51
Maður bíður eftir þessum margumrædda botni sem menn þurfa að nota til að sparka sér upp aftur.
Hann er ekki kominn, heimilin allavega enn að sökkva. Eins og STEINAR!!!
Magnús Þór Jónsson, 22.11.2008 kl. 10:12
Honum er ekki náð, hvað verður um alla atvinnulausu Íslendingana þegar launin hætta að berast - maður kvíðir þeim tíma ef ekkert verður að hafa í vinnu ! Þá fyrst verður botninum náð - því miður.
Hulda Margrét Traustadóttir, 22.11.2008 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.