Vér mótmælum allir!

Þessi frægu orð Jóns Sigurðssonar eiga svo sannarlega erindi í dag.  Samstaða þegnanna er mikil og það er alveg gersamlega óskiljandi að ekki sé nokkur maður í stjórnkerfinu sem tekur mótmælin til sín.

Ekki nokkur einasti einstaklingur sér ástæðu til að segja af sér.

Afglöp og afskiptaleysi blasir þó við allri þjóðinni en nei!  Ráðamenn sem ábyrgð bera standa með allt niður um sig og eru húðstrýktir opinberlega á hverjum laugardegi......að sjálfum sér fjarverandi að vísu.

Þeir húka í felum, virðast ekki vita sitt rjúkandi ráð, halda fréttamannafundi samhliða því að vera sjálfir í þagnarbindindi.

Svona til að friða "skrílinn" sem hefur lýðræðislegan rétt til að mótmæla, eftir því sem þau viðurkenna með umburðarlyndu gervibrosi sem segir okkur meira en þau hefðu viljað láta uppi.

Umburðarlyndu gervibrosi sem segir þið hafið lýðræðislegan rétt til að mótmæla en við þurfum ekki að hlusta!


mbl.is Ráðamenn og frekir krakkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband