Bankastjórar í breyttu umhverfi

Það er kannski ekki skrýtið að bankastjórara átti sig ekki á breyttu umhverfi.  Þau sem hafa starfað við þetta fram að þessu hafa haft frjálsar hendur til að lána óháð pólitík eða samþjöppun á markaði.  Nú er það beinlínis hlutverk þeirra að framfylgja lögum á samlkeppnismarkaði og gæta hagsmuna ríkisins ásamt auðvitað hagsmunum viðskiptavina.  Þetta getur reyst dálítið flókin blanda þegar innan bankanna starfa menn sem eru í nánum tengslum við aðila sem eru ráðandi á markaði eins og Tryggvi Jónsson sem var stjórnandi hjá Baugi og því samstarfsaðli Jóns Ásgeirs en Tryggvi starfar hjá Landsbankanaum.

Ég er stödd hjá systur minni á Akureyri sem var sagt upp hjá Landsbankanum hér. Hún var mjög vel liðin í starfi og fékk góð meðmæli frá útibússtjórum.  Ekki virðist heldur hafa verið um sparnað að ræða þar sem önnur kona sem var hjá Landsbankanum í Luxemburg var ráðin í starfið hennar.  Á sama tíma og Landsbankinn á Akureyri segir upp fimm starfsmönnum (einn ráðinn í staðinn) þá eru tveir útibússtjórar þar.

Þetta finnst mér undarlegt í ljósi þess að umfang bankans minnkar verulega en annar á að sjá um málefni einstaklinga og hinn fyrirtækja.

Nú þegar viðskiptanefnd Alþingis kallar bankastjóra inn á teppið hefði hún alveg mátt spyrja bankastjóra út það svona í leiðinni í hvers vegna þeir halda verndarhendi yfir stjórnendum innan bankanna meðan þeir sjá um mál þar sem vanhæfi þeirra blasir við (kannski hafa þau gert það) og hvers vegna stöður útibússtjóra eru ofmannaðar meðan venjulegt launafólk er látið fara?

Ríkið það er ég!


mbl.is Bankastjórar fyrir viðskiptanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Vilborg,

Góð grein um stöðu mála og hvernig "plottið" gengur fyrir sig.

Haltu áfram að halda þeim við efnið. Kærleikskveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Æi takk fyrir það Þórarinn, það er reglulega gaman að heimsækja síðuna þína þar sem þú veltir oft upp ferskri sýn á mál.

Kærleikskveðjur til baka...

Vilborg Traustadóttir, 14.11.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband