fim. 13.11.2008
Akureyri kallar
Ég er að skella mér norður til Akureyrar núna rétt á eftir. Eins og allir vita er ekkert norðar en Akureyri. Þegar maður er í Skagafirði er talað um að fara norður (Akureyri) þó það sé í raun austur. Alla vega yst í Skagafirðinum.
Á Akureyri er sagt ÚT í Grímsey (sem er norður), vestur á Siglufjörð (sem er norð-vestur), austur á Grenivík (norð-austur), út í Ólafsfjörð (norður) o.s.frv.
Þó eru Akureyringar ekki áttavilltir. Eitt sinn var maðurinn minn inni í Hrísalundi þar sem ekki er neinn gluggi og hann þurfti að vita hvar kaffið væri. Hann spurði því "hvar er kaffið" og svarið var "það er þarna í hillunni NORÐAN við Kornfleksið (corn-flakes)"!
Hann leit auðvitað í allar áttir en var fremur illa áttaður þarna í gluggalausu rýminu.
Hvað um það, þegar við svo fluttum á sínum tíma frá Siglufirði til Akureyrar sögðum við mjög oft við Akureyringa. "Við fluttum SUÐUR til Akureyrar".
Hlakka til að hitta systir sem ég er að fara að heimsækja ásamt og því að fara á myndlistarnámskeið með henni hjá honum Erni Inga.
Getiði svo hvað? Besta vinkona mín hringdi í systur mína í gær og spurði hvort hún gæti sótt sig á flugvöllunn korter yfir ellefu, systir mín hélt það nú hún væri hvort eð er að sækja mig!
Þá pöntuðum við báðar með sömu vél að sunnan og vissum hvorug af annarri.
Extra bónus! Eða eigum við að segja auka glaðningur upp á íslensku!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:03 | Facebook
Athugasemdir
Já, skemmtileg tilviljun með Kristínu. Hlakka svo til að hitta ykkur og hafa þig hér í nokkra daga - og svo að mála !
Þegar ég byrjaði í bankanum spurði ég um hvar eitthvað væri - norðuí var svarið, hmmm...ég leit óörugg í allar áttir - enda á fyrsta degi í vinnunni.
Sjáumst !
Hulda Margrét Traustadóttir, 13.11.2008 kl. 10:02
Knús til ykkar systra
Svanhildur Karlsdóttir, 13.11.2008 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.