Skoðanir fólksins

Morgunblaðið er búið að auka pláss fyrir skoðanir fólksins undir yfirskriftinni "Umræðan" skoðanir fólksins"en það eru innsendar greinar tengdar umræðu dagsins í dag.

Mjög áhugavert framtak og góðir pistlar hjá mörgum.

Ég vek sérstaka athygli á grein frá Benedikt Jóhannessyni sem hann kallar "Leiðin út úr örvæntingunni". Þar telur Benedikt upp í nokkrum liðum hvað stjórnvöld ættu að gera strax. 

Hann rökstyður mjög vel það sem hann segir nauðsynlegt en það er m.a.að tryggja að fólk verði ekki borið út úr íbúðum sínum, a' gefin verði út yfirlýsing um að tekinn verði upp annar gjaldmiðill við fyrsta tækifæri, skipt verði um forystu í Seðlabankanum, Forsætisráðherra haldi daglega fundi í byrjun hvers dags með leiðtogum allra stjórnmálaflokka og forystumönnum af vinnumarkaði og haldi blaðamannafund í lok hvers dags, fenginn verði erlendur aðili til að rannsaka aðdraganda kreppunnar og Ríkisbankarnir fái skýr fyrirmæli um að bjóða þeim fyrirtækjum sem hafa möguleika á að halda rekstri áfram með því að breyta skuldum þeirra í hlutafé sem þau geti síðan keypt aftur þegar um hægist.

Benedikt ítrekar í lok greinarinnar að "Þjóðin sé búin að færa miklar fórnir. Hún vill vita að það verði ekki til einskis. Þess vegna þarf að marka stefnu strax.  Engin lýðræðisleg ríkisstjórn geti stjórnað ef hún hafi ekki traust þjóðarinnar. Oftast hafi stjórnir langan tíma til þess að sannfæra almenning. Nú er tíminn hins vegar að renna út". 

 

Ég hver alla til að lesa alla greinina þar sem röksemdir og inngangur eru ekki hér með í þessu yfirliti mínu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband