þri. 11.11.2008
Búið að gefa veiðileyfi
Það er hér með búið að "gefa veiðileyfi" á Íslendinga. Ice-Save hneykslið hefur komið okkur í raðir svikahrappa og mulið mannorð okkar í spað.
Vitið þið til nú er hafin skriða af alls kyns móðgunum og ásökunum í garð okkar og Breska krúnan leiðir geimið.
Ég er ekki hreykin af okkar þætti í málinu en við erum að tala um einkarekinn banka sem Ísland fattaði ekki að það þyrfti að gera eitthvað gagnvart, Bretar föttuðu það reyndar ekki heldur.
Það sem meira er ekki þótti ástæða til að upplýsa ráðherra sem málið heyrði undir um það samkvæmt Fréttablaðinu í dag.
Hvar var eftirlitið?
Saka Íslendinga um ofveiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já það virðist vera lítil athygli á eiginlegum skúrkum í þessu máli.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 12:09
DV hefur fundið einn þeirra óeirðabíla sem eru í umsjá lögreglu en bíllinn er vel falinn í Hvalfirði, í læstri skemmu inni á víggirtu svæði. Eitthvað var um fleiri tæki inni í skemmunni en þau sáust illa.
„Ég hef ekki vitneskju um að dómsmálaráðuneytið hafi látið hanna fyrir sig brynvarða bandaríska pallbíla til afnota fyrir lögreglu,“ sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, þegar hann var spurður hvort sérsveitin, lögregluembættin eða ríkislögreglustjóri ætti slíka bíla. Beðið var um einfalt já eða nei svar.
Myndbandið sem DV birtir nú sýnir sérsveit ríkislögreglustjóra að störfum og notast þeir við brynvarinn Chrysler Ram með bílnúmerið OK 015 en samkvæmt Umferðarstofu er hann skráður á ríkislögreglustjóra.
Magnús hannibal (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.