Brynvarðir bílar og lífverðir betri en kosningar!

Ég velti fyrir mér firringunni í stjórnvöldum.  Veruleikafirring er rétta orðið hjá Steingrími J. Sigfússyni.

Á sama tíma og dómsmálaráðherra byrgir sig upp af brynvörðum bílum, eflir sérsveitir og styrkir óeirðalögreglu virðist ríkisstjórnin ætla að sitja sem fastast.

Sama ríkisstjórnin og hleypti fjármálakerfi landsins í kalda kol.  Rústaði efnahagskerfi þjóðarinnar!

Nei enginn er ábyrgur!  Á sama tíma eru ráðamenn drulluhræddir um líf sitt og limi.

Hvers vegna eru þeir það ef þeir bera enga ábyrgð á málum? 

Ég tel að það væri mun ódýrra fyrir þjóðina að skipta þessum mönnum út fyrir aðra menn sem ekki hafa borið ábyrgð á þessu reginhneyksli heldur en að láta sérsmíða bíla og nánast stofna her hér á Íslandi.

Þeir eru að kosta mjög miklu til af því að þeir óttast að við drepum þá og við erum auðvitað látin borga þann kostnað.

Til hvers fjárans eru þeir að ríghalda svona í þau embætti sem þeir ekki valda? Með kjafti og klóm?

Er ekki orðið augljóst að veruleikafirrtir ráðamenn sleppi þeim heljartökum sem þeir hafa náð á okkur og fari að sýsla við eitthvað allt annað?

Segið af ykkur þá þurfið þið hvorki lífverði eða bryndreka! 

Að rækta rófur virðist hvort eð er henta ykkur betur!

 

 

 


mbl.is Kosningum ekki flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki séð hvað það myndi laga að fara í kosningabaráttu núna.

Er ekki nóg að allir séu uppteknir við að reyna að bjarga landinu ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:14

2 identicon

Það er kominn tími á opnar hótanir gagnvart yfirvöldum ef þau neita að halda kosningar. Það hefur aldrei verið jafn mikil ástæða til að halda kosningar og nákvæmlega núna. Lýðræðið á ekki að vera umsemjanlegt, það á eingöngu að vera spurning hvort ráðsmenn viðurkenni lýðræðið á forsendum lýðsins, eða sé steypt af stóli. Aðra möguleika á ekki að líta á sem möguleika.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Birgir Geir er ekki að reyna að bjarga landinu. Hann er að reyna að bjarga sjálfum sér.

 Það verður að fá nýja forystu!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 18:20

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Menn eiga að hafa vit á því að segja af sér og sýna dálitla auðmýkt. Þeir gerðu mistök og þeir eiga að taka afleiðingunum af því sjálfir.

Ég nefni sem dæmi Seðlabankastjórnina, fjármálaeftirlitið, viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra.

Ég skora hér með á þá alla að segja af sér srrax. Sú eina sem axlaði ábyrgð var fulltrúi Samfylkingar í stjórn Seðlabankans.

Vilborg Traustadóttir, 10.11.2008 kl. 18:26

5 identicon

Já brynvarðir bílar og Nató í bakgarðinum. Það verða danskir dátar sem hjálpa til við að berja á almúganum þegar upp úr síður. Lítill fugl hvíslaði þessu að mér í dag.

Magnús hannibal (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:32

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Burt með spillinguna! Burt með afneitunina! Burt með veruleikafirrt stjórnvöld! Burt með þá sem rændu bönkunum og öðrum sameiginlegum eigum þjóðarinnar! Burt með alla þá sem stóðu að einkavinavæðingunni! Burt með Sjálfstæðisflokkinn!

Árni Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband