sun. 9.11.2008
Af visi.is
Vill að viðskipta- og fjármálaráðherra axli ábyrgð á ástandinu
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í Mannamáli á Stöð 2 í kvöld að viðskipta- og fjármálaráðherra ættu að axla ábyrgð á atburðum síðustu vikna og taka poka sinn. Einnig kom fram í þættinum að samtök atvinnulífsins og ASÍ vinna að efnahagspakka sem vonandi endar með þjóðarsátt.
Þór Sigfússon formaður Samtaka Atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ voru gestir Sigmundar í Mannamáli í kvöld. Í máli þeirra kom fram að þeir væru þegar farnir að tala saman um nýjan efnahagspakka til þess að koma okkur út úr vandræðunum sem myndi vonandi enda með þjóðarsátt.
Gylfi Arnbjörnsson var ómyrkur í máli og sagði að miðað við allt sem á undan er gengið þá þyrftu margir að axla ábyrgð til þess að slá á reiðina.
Það væri ekki nóg að skipa nýja bankastjórn Seðlabankans heldur þyftu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að líta í eigin barm. Nefndi hann þar sérstaklega fjármála- og viðskiptaráðherra sem bera ábyrgð á fjármálakerfinu.
--
Ég get ekki verið annað en sammála þessu og það verða fleiri að skoða stöðu sína upp á nýtt og eins og Andri Snær sagði í Silfrinu í dag að "sýna auðmýkt".
Fólkið í landinu hefur enga þörf fyrir hroka og valdbeitingu eins og staðan er í dag!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég á frekar von á því að orðið "auðmýkt" flokkist undir nýyrði á alþingi, þar hefur aldrei nokkur maður sýnt auðmýkt né talið sig ábyrgan í því sem þeir taka sér fyrir hendur og þiggja laun fyrir. Því miður.
Róbert Tómasson, 9.11.2008 kl. 23:33
Því miður en ég sé þó teikn hjá konum eins og Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Guðfinnu Bjarnadóttur o.fl. Betur má ef duga skal.
Við viljum sjá menn taka ábyrgð núna og það er eins gott að þeir geri það.
Vilborg Traustadóttir, 9.11.2008 kl. 23:43
Það er ekki hægt að lesa bloggið hjá þér því NOVA auglýsing á síðunni hjá þér er yfir texta
Sigurveig Eysteins, 10.11.2008 kl. 01:12
Æ asnalegt. góða nótt!
Vilborg Traustadóttir, 10.11.2008 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.