fös. 7.11.2008
Gott mál
Þá er búið að upplýsa Geir um málið.
Fyrir þetta ber að þakka og ég hugsa hlýtt til Pólverja nú sem endranær. Pólverjar eru einstaklega gott og kurteist fólk heim að sækja. Þjónustulipurt og viljugt að greiða götu þeirra sem heimsækja landið.
Pólverjar hafa átt erfitt og þurft að selja mikið af sínum auðlindum og fyrirtækjum til að bjarga sér. Þeir skilja hvernig það er að lifa við kröpp kjör. Þannig eiga Bretar mollin í Póllandi, Þjóðverjar ferðamannaiðnaðinn, hótelin o.s.frv, Hollendingar landbúnaðinn svo eittvað sé nefnt.
M.a. þess vegna hafa Pólverjar af mikilli elju unnið í öðrum löndum og eru þeir vel kynntir hér á Íslandi fyrir dugnað sinn.
Talsvert er um að Úkraínumenn og menn frá nágrannalöndunum vinni í Póllandi. Það eru einnig menn sem þekkja harðræði.
Pólverja er gott heim að sækja eins og ég sagði hér áðan og þó sumir þeirra tali litla ensku er alltaf hægt að bjarga sér með þýsku eða bara með bendingum.
Það þurfti hins vegar bendingar núna á okkur Íslendinga til að skilja þetta vinarbragð Pólverja.
Geir staðfestir pólska aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.