fim. 6.11.2008
Ný bankaráð - Burt með spillingarliðið
Nú verður valið í ný bankará ríkisbankanna fyrir vikulok. Það er snúið verkefni og erfitt á þessum tímum tortryggni og upplausnar.
Það fólk sem velst í bankaráðin er svo sem ekkert öfundsvert.
Miklar hræringar eru framunda, svo virðist sem ekki sé á hreinu að við fáum stuðning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og því afar erfitt að segja til um framtíð okkar næstu vikur, mánuði og ár.
Það getur allt eins farið að bankarnir verði galtómir áfram.
Sameining liggur því í loftinu trúlega hjá Landsbanka og Glitni og ég myndi segja að einkavæða ætti einn eða annan bankann eftir sameiningu tveggja, sem fyrst á þann hátt að ríkið ætti á móti þeim fjárfestum sem þar væru á ferðinni.
Jafnvel að fá erlenda fjárfesta með í það dæmi til að styrkja stöðu okkar á þeim vettvangi.
Ríkið það er ég!
Ný bankaráð fyrir vikulok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Já verkefni framundan í bönkunum verða skítug
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2008 kl. 17:36
Sæl Vilborg mín.
Sammála þér.
Allt nýtt og grandskoðað í bak og fyrir,annað dugir ekki í dag.
Það á að vera góður grunnur að endurfæddu trausti,vonandi.!
Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:40
Ég er á lausu, og á akkúrat engra hagsmuna að gæta nema að hér verði byggilegt í framtíðinni fyrir börnin mín þrjú og hugsanleg barnabörn þegar þar að kemur.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2008 kl. 21:58
Þú ert ráðinn! Gakktu bara frá þessu við hann Bjögga.
Vilborg Traustadóttir, 6.11.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.