Mótmælin

Við erum að komast á kortið í þessum efnum.

Mér finnst jákvætt að við íslendingar erum hætt að láta reka okkur í dilka og draga okkur þaðan til slátrunar eða ásetnings (talað er um að "setja á (vetur)" þau lömb sem eiga að lifa)  eftir því hvað valdhöfum hvers tíma er "þóknanlegt".

Ég vil taka fullan þátt í því að útrýma þeirri gríðarlegu spillingu sem hefur grafið um sig hér á Íslandi í gegn um tíðina.

Við verðum að taka valdið og koma því í réttar hendur.

Það er til fólksins í landinu!

Lýðræðið er orðið býsna skrumskælt þegar sömu menn og konur eru farin að fjalla fram og aftur um eigin gerðir og gjörninga. 

Power to the people! 

 


mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er fyndið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband