sun. 2.11.2008
Mótmælin
Við erum að komast á kortið í þessum efnum.
Mér finnst jákvætt að við íslendingar erum hætt að láta reka okkur í dilka og draga okkur þaðan til slátrunar eða ásetnings (talað er um að "setja á (vetur)" þau lömb sem eiga að lifa) eftir því hvað valdhöfum hvers tíma er "þóknanlegt".
Ég vil taka fullan þátt í því að útrýma þeirri gríðarlegu spillingu sem hefur grafið um sig hér á Íslandi í gegn um tíðina.
Við verðum að taka valdið og koma því í réttar hendur.
Það er til fólksins í landinu!
Lýðræðið er orðið býsna skrumskælt þegar sömu menn og konur eru farin að fjalla fram og aftur um eigin gerðir og gjörninga.
Power to the people!
Mótmæli vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er fyndið
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.