lau. 1.11.2008
Fjölgar smám saman
Það er fróðlegt að fylgjast með mótmælafundunum á Austurvelli. Það er réttur fólks að mótmæka þegar á því er brotið.
Ég fór ekki í bæinn að þessu sinni en ætlaði að fylgjast með á vísi.is en þá var ekkert að hafa þar hins vegar var mbl.is með fréttir af fundinum.
Ég held að við ættum að fara að huga að því að hafa fundi þar sem fólk leggur eitthvað til málanna, hverju er hægt að breyta og hvernig á að hrinda því í framkvæmd.
Mótmælin ein og sér eru ágæt til að byrja með en hugur þarf að fylgja máli og aðgerðir ættu að koma í kjölfarið.
T.d. vill fólk breyta og bæta inni í hinum hefðbundnu flokkum og stéttarfélögum?
Vill fólk stofna nýja hreyfingu/hreyfingar?
Við verðum að finna skoðunum okkar farveg til framtíðar og til uppbyggingar.
Um þúsund mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þegar fjölmiðlar eru ritstýrðir, þá er um að gera að lesa http://www.jonas.is/
hreinskilinn og beittur penni sem bjargar manni frá froðusnakkinu og örvæntingarfullum Valhallarbaugs-fjölmiðlum
ag (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.