Dásamlegir lampar og kertaljós

Ég held að margir séu að breyta um lífsstíl þessa dagana.  Ég fann það hjá sjálfri mér hvernig ég hrökk í sparnaðargírinn um leið og krepputalið hófst og eftir því sem það varð háværara og háværara því meira klæjaði mig í puttana eftir að gera eitthvað.  Þegar hrun bankanna blasti við okkur og staða almennings á Íslandi varð mjög óljós svo ekki sé meira sagt, þá tók ég slátur og keypti lítinn frystiskáp undir það.

Síðan tökum við frystiskápinn með okkur til Djúpavíkur næsta vor þar sem mikil þörf er fyrir hann vegna þess að þegar við erum þar í nokkrar vikur verðum við að hafa með okkur slatta af mat sem geymist ekki nema í frysti.

Þannig að hann nýtist áfram - eftir kreppu. 

-- 

Ég fór með vinkonu minni í "andlegan leiðangur" eins og við köllum það.  Þá förum við í Betra líf í Kringlunni og kaupum okkur reykelsi o.þ.h.  Í þetta sinn keyptum við okkur salt-lampa og kertastjaka úr Himalaya.  Dásamlega falleg og róandi birta af þeim og virkar róandi á mann og á að hafa alls kyns góð áhrif m.a. hreinsa loftið og koma á jafnvægi.

--

Svo fengum við okkur kaffi niðri í Kaffitár.  Allt í einu datt upp úr mér þegar við vorum að ræða efnahagsástandið, "við getum þá alltaf mulið lampana út í grautarpottana, þetta er salt".

Við hlógum okkur svo máttlausar við tilhugsunina um okkur við pottana að mylja niður salt-lampana okkar fínu oní grautinn.

--

Án gamans, ég held ég rölti í mótmælin á morgun, þetta er ekki einleikið með klaufagang okkar í þessum málum öllum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Dásamleg hugmynd þetta með lampana, við hjónin eigum einn ég kem í saltgrautarflokkinn ! Væri ekki gaman að hittast yfir lauk - salt súpu einhvert kvöldið.

Þú röltir ekki neitt Vilborg - þú stikar stórum - berðu skilti frá mér sem á skal standa.

"Nú er nóg komið - nýja ríkisstjórn - takk.

Hulda Margrét Traustadóttir, 31.10.2008 kl. 20:16

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

He he jú velkomin í súpuna. Já sé til með gönguna en var að hugsa hvernig eigum við að ráða við ástandið þgar þeir sem eifga að ráða við það gera það ekki?

'

Vilborg Traustadóttir, 31.10.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband