Kvóti til að bæta upp tapað fé

Ég hef heyrt ýmsar hugmyndir til að bæta fólki upp tap vegna hruns bankanna.  Ljóst er að margir hafa tapað sparnaði og lífeyri í þessum áföllum.  Í ljósi þess að ríkið hefur tekið bankana yfir er ekki útilokað að það skapist færi á að bæta þeim sem hafa tapað einhverju geng um skattalækkanir eða aðrar aðgerðir af hálfu ríkisins.

Ein hugmynd sem hefur verið reifuð er hlutabréf í bönkunum.

Sú sem mér hugnast þó best um þessar mundir er að úthluta kvóta til þeirra sem hafa tapað í hlutfalli við tapið. 

Hugsanlega væri unnt að blanda öllu þessu saman og meira til því hugmyndir eru eflaust óþrjótandi í þessum efnum.

Það er á ábyrgð ríkisins að skapa sóknarfæri, fólk er tilbúið að sækja! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það að ríkinu ber að skapa sóknarfæri!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já og ei nmitt líka með hag þeirra sem eru að missa vinnuna að leiðarljósi. Það er allra hagur!

Vilborg Traustadóttir, 30.10.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband