þri. 28.10.2008
Fólk trúði Geir H. Haarde
Þegar Geir H. Haarde kom fram og fullvissaði þjóðina um að allur sparnaður þess væri tryggður trúði þajóðin honum. Sá gjörningur um að forgangsraða sparifé sem gerðist eftir að neyðarlögin voru samþykkt gerði þar með orð forsætisráðherra dauð og ómerk.
Eða er ég að misskilja eitthvað?
Það að breyta reglunum eftirá er ekki traustvekjandi aðgerð og undarlegt ef hún verður viðurkennd.
Þetta er óréttlátt fyrir þá mörgu sem fóru að ráðleggingum um að hafa áhættu sem dreifðasta og trúðu og treystu að ráðleggingarnar væru réttar.
Eigum við að trúa því að það fólk sem fór að þeim ráðleggingum hafi misst allan sinn ævisparnað?
Í svona algerri upplausn á því sem við höfum haft verður ríkisstjórnin að endurskoða þessa forgangsröðun og hverfa til og standa við fyrri yfirlýsingar.
Annað er ekki bara ósanngjarnt og óréttlátt heldur líka óheiðarlegt.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Góður sálfræðingur myndi sennilega túlka framkomu valdamannsins á þann veg að hann sé haldinn persónuleika röskun eða siðblindu. Það má nánast gera ráð fyrir að það sem hann segir sé í beinni andstöðu við raunveruleikann.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2008 kl. 19:47
Þetta er hárrétt hjá þér.
Vilborg Traustadóttir, 28.10.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.