Aukinn þrýstingur

Nú má búast við að aukinn þrýstingur verði í þjóðfélaginu um aðildarviðræður að ESB.  Ég hef haft efasemdir um skoðun Sjálfstæðisflokksins á því.  Við getum ekki haldið úti gjaldmiðli ein og sér.  Það hefur sýnt sig á sársaukafullan hátt fyrir þjóðina.

Til að gæta fyllsta sannmælis þá verður að hafa það í huga að eigendur bankanna heitinna sögðu að það væri nauðsynlegt að taka upp evru eða annan gjaldmiðil en krónuna ef vel ætti að fara.

Björgólfur Thor talaði m.a.s. um svissneskan franka ef ég man rétt. 

Hvorki Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið eða Ríkisstjórnin hlustuðu á það.

Seðlabankinn sem sjálfur er tæknilega gjaldþrota eins og kom fram í fréttum í kvöld.

(Á þá ekki að setja skilanefnd í hann og ýta bankastjórninni þar frá eins og í hinum bönkunum?) 

Það er eins og hver stofnun hafi verið í sínum heimi og enginn hafi tekið mark á því sem hinn sagði.

Seðlabankinn barðist hart gegn evrunni og ESB. 

Algert klúður þessara stofnana og Ríkisstjórnarinnar er okkur dýr.  Svo dýr að það er ekkert ásættanlegt nema þeir menn sem ábyrgð bera axli hana.

Þjóðin vill skipta um áhöfn á þessum stöðum.   

Strax! 

Síðan á að boða til kosninga svo fljótt sem auðið er.  Þá verða flokkar væntanlega komnir með skýrar línur í Evrópumálum og þjóðin getur þá valið þá sem hún treystir best til að leiða það mál til lykta. 


mbl.is Aðildarviðræður við ESB strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við megum ekki láta ESB dreifa athygli okkar of mikið núna. Raunverulegur kjarni vandans liggur í þeirri steypu sem við höfum lent í vegna þess að við búum við kerfi sem elur á spillingu og festir þjóðina í ástandi sem hún á erfitt með því að leysa sig úr.

Nr. 1 er að breyta kerfinu og sópa í burt vanhæfu fólki.

Ég hef þó oft trúað því að ýmislegt sem þrífst hér, ójafnrétti, ófagmennska ofl myndi ekki gera það undir hatti ESB. Hins vega er ég hrædd við vald ESB. En vald ESB er þó betra en það vald sem við búum við núna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.10.2008 kl. 00:06

2 identicon

Ég held að þið séuð á villigötum. Ég held að ekkert vald sé eða geti verið verra en ESB valdið. það er full ástæða til að óttast það vald. Jakobína, allskonar spilling þrífst undir hatti ESB. það að fara að leita inngöngu í ESB akkúrat núna er algjört bull. Fyrst þarf að einbeita sér að því að ná tökum á tilverunni. ESB er seinnintíma mál og að mínu mati aldrei mál. Og Vilborg. að fara að rjúfa þing og boða til nýrra kostninga væri algjört glapræði núna. Það væri eins og að láta sem ekkert væri að þegar skip er að farast. Þjóðarskútan siglir nú ólgusjó í gjörningaveðri. Hvernig dettur fólki í hug að akkúrat þá sé rétt að skipta um áhöfn? Treystum áhöfninni til að sigla fleyinu í örugga höfn og skoðum síðan hvort ástæða sé til að skipta henni út. "Íslandi allt" segir ungmennafélagshreyfingin ef ég man rétt, gerum þau orð að okkar.

Viðar (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er nákvæmlega það sem ég er að segja Viðar. Skipstjórinn er að sigla skútunni í var undir alþjóðlegri leiðsögn NOTA BENE. Þegar það hefur tekist á fólk að fá tækifæri til að reka yfirmennina. Skpstjórinn Geir H. Haarde taldi okkur farþegunum og öllum í áhöfninni trú um það fram á síðustu stundu að ENGRA AÐGERÐA VÆRI ÞÖRF! Stefndi beint í röstina og þaðan beint niður!

ESB hef ég haft efasemdir um en er það ekki visst aðhald þegar einráðir Íslendingar stefna okkur svona í voða? Samála þér um það Jakobína Ingunn.

Vilborg Traustadóttir, 26.10.2008 kl. 11:47

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Það er ekkert hægt að skipta um áhöfn; það er ekker hæfara fólk til að taka við. Evrópusambandsaðild þýðir aðeins að við erum ekki ein að sigla þessu skipi, heldur fáum við meiri aðstoð við peningamála- og efnahagsmálastjórnun sem er einmitt það sem Íslandi vantar.

Við erum mestmegnis í Evrópusambandinu nú þegar, það þarf aðeins að stiga skrefið alla leið.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Setja hagfræðing yfir Seðlabankann og hætta að hafa hann sem athvarf fyrir afdankaða pólitíkusa! Sem hagar sér eins og fíll í glerbúð um þessar mundir.

Vilborg Traustadóttir, 26.10.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband