Ríkisstjórnin ekki samkvæm sjálfri sér

Í Helgarblaði DV er merkileg grein á bls 2 eftir Jón Bjarka Magnússon.  

"Hitt málið¨heitir dálkurinn.  Fyrirsögnin er " Háð Dönum um súrefni".  

"Í greininni kemur fram að íslenska ríkið ákvað að bjóða út viðskipti með lyfjasúrefni og lyfkjaglaðloft og í kjölfar þess var gengið að tilboði frá danska fyrirtækinu Strandmöllen.

Á Íslandi er fyrir fyrirtækið Ísaga sem hefur framleitt súrefni fyrir íslenska heilbrigðiskerfið en nú mun það breytast.

Þetta skýtur mjög skökku við á tímum þar sem lögð er áhersla á framleiðslufyrirtæki á Íslandi og útflutning í stað innflutnings.

Í lok greinarinnar sem ég hvet ykkur til að lesa kemur fram hjá Sigurbjörgu Sverrisdóttur framkvæmdastjóra Linde Gas Therapeutics  sem er partur af Ísaga að miðað við gengi krónunnar 14. október blasi það við að tilboðið sem ríkið tók sé 22% hærra en tilboðið sem hafnað var.  Þannig að samkvæmt Sigurbjörgu er verið að greiða nær tvo tugi milljóna króna á ári í viðbót fyrir innflutning á dönsku lyfjalofttegundunum og verja dýrmætum gjaldeyri fyrir um 100 milljónir króna á ári í innflutning á vöru sem í þokkabót er dýrari en íslenska framleiðslan.  

Hún segir ennfremur að samningurinn gangi þvert á þær yfirlýsingar ráðamanna um að styðja þurfi við íslenska framleiðslu."

Sigurbjörg segir einnig í upphfi greinarinnar að þetta sé öryggismál fyrst og fremst, þar sem við vitum ekkert hvað verður um innflutning á næstunni. 

 --

Ég bar þessa grein undir Geir Þ. Zoega framkvæmdastjóra Ísaga og hann bætir því við að markaðurinn hér á Íslandi fyrir lyfjasúrefni sé ekki svo stór að það sé pláss fyrir fleiri en eitt fyrirtæki á honum.  Því sé furðulegt að íslenska ríkið gangi á undan með það fordæmi að skipta við erlent fyrirtæki í staðin fyrir það íslenska. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ótrúlegt að það skuli ekki hafa eitt gildi að búið er að byggja upp framleyðslu hér á landi. Þetta vekur líka spurningar um öryggi aðfanga, þ.e.a.s. að alltaf sé til nóg af vörunni. En þessi vara geymist ekki vel. Það vantar alla fagmennsku í ákvarðanir yfirvalda. Hafa lítið vit á því hvað þeir eru að gera og efnahagur og einstaklingar líða fyrir það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.10.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband