fös. 24.10.2008
Frekjuhundar
Sannast enn og aftur hvers konar frekjuhundar Bretar eru. Þeir ætla kannski að láta þetta ganga upp í þær kröfur sem þeir gera á Ísland?
NOT.
Hvað eigum við Íslendingar að láta bjóða okkur þennan yfirgang lengi?
Geir H. Haarde á að kveða upp úr með það að við fylgjum lögum punktur og basta.
Kveða þessa frekju niður strax.
Síðan má fara í mál við Breta vegna þess hvernig þeir beittu hryðjuverkalögum á okkur algerlega að ósekju.
Eftir að hafa lesið útprentun af símtali Darlings við Áma Matt kemur það berlega fram að ástæðan fyrir lagabeitingu var engin.
Seðlabankastjóri blaðraði í Kastljósi til "heimabrúks" og Bretar eiga ekki að rjúka upp til handa og fóta vegna þess þegar ráðamenn landsins segja skýrt að við munum fara að lögum.
Bretar eru tækifærissinnar sem reyna að níða okkur niður til að upphefja sjálfa sig.
"Enginn verður hvítari þátt annan sverti"!!!
Bretar selja eignir Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Leyfum endilega bresku flugsveitinni að koma í desember... tökum bara á móti þeim með sérsveit BB (dulbúinni sem "heiðursverði") og vísum flugmönnum þeirra umsvifalaust úr landi (með farþegaflugi, engan óþarfa skepnuskap). Kyrrsetjum orrustuþoturnar þeirra svo upp í "stríðsskaðabætur", íslenzkri þjóð til hagsbóta. Í íslenskum lögum eru ákvæði um frystingu eigna alveg eins og þeim bresku, og ef einhverntímann er tilefni til að beita þeim þá er það á alvöru hryðjuverkamenn ef þeir voga sér að hafa viðkomu á landinu okkar með vígtólin sín...
Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2008 kl. 14:02
Vilborg,hvað finnst þér um feðganna? Eru þeir ekki líka frekjuhundar?
Mótmælafundir á morgun kl 15 og 16
Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 15:07
Hver veit en ef eg kemst ekki viltu þá biðja Jón Baldvin að koma aftur í íslensk stjórnmál? Helst sem ráðherra strax?
Vilborg Traustadóttir, 24.10.2008 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.