fös. 24.10.2008
Björgunarsveitin strax í að bjarga
Þegar hamfarir ganga yfir landið eru kallaðar út björgunarsveitir. Eins og vera ber til að forða stórtjóni. Það eru einnig til aðgerðaáætlanir til að fyrirbyggja með öllum hugsanlegum leiðum stórtjón.
Hvers vegna gilda aðrar reglur um fjármálamarkaðinn? Er það tjón eitthvað minna en beint tjón á mannvirkjum og farartækjum?
Hvernig væri að menn gerðust nú sjálfboðaliðar í að bjarga því sem bjargað verður í efnahag þjóðarinnar í stað' þess að "njóta" bara "áramótabrennunnar"?
--
Ég bið fyrir sjómönnunum okkar í þessu veðri sem nú geysar og einnig öðrum sem þurfa að vera á ferli.
--
Ég bið einnig fyrir okkur Íslendingunum öllum sem erum að horfast í augu við aulalegt hrun Íslensks efnahagslífs. Það aulalegasta mistök sem nokkur stjórnvöld í vestrænum heimi hafa gert.
Kannski bið ég m.a.s. fyrir þeim sem bera ábyrgð á því.
Seinna.....
Reyna að afstýra stórtjóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.