fim. 23.10.2008
Ég kýs Jón Badvin
Ég hvet alla sem til að gefa sér tíma til að fara inn á síðu Sverris Stormskers og hlusta á þáttinn Miðjan sem hann er með á Útvarpi Sögu. Þar er viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson og Sverrir hvetur hann til að gefa kost á sér í Íslensku pólitíkinni á ný.
Ég tek undir með Sverri og er handviss um það að Jón Baldvin er einn af fáum ef ekki sá eini hér á landi sem getur svo einhver sómi sé að talað máli okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi.
Hrist af okkur slyðruorðið!
Þess vegna er það von mín og trú að Samfylkingin ætti að fá umboð til að vera í minnihlutastjórn fram að næstu kosningum og kalla Jón Baldvin inn sem utanríkisráðherra.
Jafnvel sem forsætisráðherra ef það er mögulegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.