sun. 19.10.2008
Páll Óskar í uppáhaldi
Það var skemmtilegur þátturinn Gott kvöld hjá Ragnhildi Steinunni í kvöld.
Hún tók á móti Páli Óskari sem lék við hvern sinn fingur að vanda. Það er upplífgandi að fá svo jákvæðan karakter á flatskjáinn hjá sér á þessum síðustu tímum. Ég ætla ekki að segja verstu því maður verður að sjá tækifærin mitt í erfiðleikunum.
Sonarsynir mínir dýrka Pál Óskar. Sérstaklega einn þeirra. Ég og eldri bróðir hans keyptum handa honum diskinn "Allt fyrir ástina" í vetur og þeir spila hann oft bræðurnir. Eigum reyndar alltaf eftir að fá hann áritaðan en við vonum með það planlagt. Sá eldri gistir hjá okkur í nótt og við horfðum saman á þáttinn og höfðum mjög gaman af.
Páll Óskar er auðvitað löngu orðinn þjóðareign og hann hefur svo sannarlega húmorinn íi lagi. Alltaf gaman að sjá þegar fólk þorir að fara eigin leiðir og gera pínulítið grín!
Takk fyrir okkur.
Athugasemdir
Sammála, Páll Óskar er frábær, ég held það líki flestum við hann. Ég fór með diskinn sem hann gaf út fyrir jólin, áritaðan ásamt almanaki og plakati allar götur til Spánar og gaf dóttur minni og börnunum hennar. Þetta vakti mikla lukku.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.10.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.