Viljum við það?

Nú sitja stjórnmálaflokkarnir á rökstólum og skipta með sér kökunni.  Því sem eftir er.  Makka í bakherbergjum eftir yfirtöku bankanna hvaða fyrirtæki eigi að lifa og hvaða fyrirtæki ekki.

Ljóst þykir að mörg fyrirtæki muni leggja upp laupana á næstu misserum.  Þeir sem eru pólitíkusunum "þóknanlegir" eiga því væntanlega meiri möguleika en aðrir.

Nú mun landið aftur skiptast í pólitískar blokkir líkt og Kolkrabbann og Sambandið.  40 ár aftur í tímann. Eins og hendi veifað.

Viljum við það?  Erum við spurð? 

Það er ekki skrýtið að markaðurinn í heiminum bregðist hart við!

Og það er ekkert skrýtið að efnahagsráðgjafi Ríkisstjórnarinnar segi upp störfum í "sjoppunni". 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband