fös. 17.10.2008
Á mánudaginn?
Maður verður að vera bjartsýnn. Þó allt sé í kalda koli. Það er verið að vinna ötullega að því að bjarga því sem bjargað verður. Hinu verður ekki bjargað.
Það eru margir sem hafa þá trú að þegar um hægist verði þjóðin okkar ennþá sterkari, hamingjusamari og samheldnari.
Má vera.
Kannski er það mikið lán að tapa aleigunni?
Kannski neyðir það fólk til að endurmeta það sem skiptir virkilega máli?
Eitt er víst að tími óvissu og þrenginga eru framundan hjá mörgum okkar og ekki er útséð um hvað verður.
Fréttaflutningur hvetur ekki til bjartsýni, þvert á móti. Markaðir hríðfalla og fleiri þjóðir sjá fram á mikil vandmál og gjaldeyrisskort.
Kannski er ekkert slæmt að vera fyrst í röðinni?
Fá vonandi alla þá aðstoð sem við þurfum og getum risið öflugri sem aldrei fyrr upp úr sviðinni slóð útrásarinnar.
Kannski er ekki slæmt að sjá hverjir eru vinir manns og hverjir ekki? Það eru ekki vinir sem sparka í þann sem er útafliggjandi.
Sá er vinur sem í raun reynist og reyndar einnig sá sem í velgengni samgleðst.
Ég hugsa nú samt að allt verði almennt bjartara þegar við vöknum á mánudaginn.
Lítill fugl hvíslaði því að mér.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.