mið. 8.10.2008
Hver á að skilja þetta?
Það er skammt stórra högga á milli. Allt sem virtist á yfirborðinu svo pottþétt var það sannarlega ekki.
Hvers eigum við að gjalda sem stöndum orðvana hjá og sjáum hverja spilaborgina af annarri hrynja? Voru þetta spilaborgir? Hvar eru nú rök markaðarins? Hvar er trúin á einstaklingsframtakið og afskiptaleysi ríkisins?Hvar er allt frelsið?
Ég fékk hnút í magann í gærkvöldi þegar ég las um það á mbl.is að Fjármálaeftirlitið hefði tekið yfir stjórn Glitnis eftir að Glitnir leitaði til þess um aðstoð. Aðstoð við að flýta hluthafafundi og þar með því að samningur ríkisins við Glitni tæki gildi.
Ónot mín snerust um þá frelsisskerðingu að yfirvöld geti gripið inn í atburðarrásina á þennan hátt! Það kom svona "Rússarnir koma" fílingur sem ég man eftir sem krakki úti á túni heima í sveitinni. Tilfinningin svipuð og ef einhver sé að gægjast yfir öxlina á þér og skoða hvað þú ert að gera.
Stóri bróðir að fylgjast með!
Var þetta kannski refsing vegna "óþekktar" Glitnismanna eða var þetta vegna þess að staða bankans hafði hríðversnað frá gerð samningsins sem Fjármálaeftirlitið notaði heimild sína svo skjótt?
Kannski var þetta nauðsynleg aðgerð, kannski ekki. Kannski var rétt að sprengja blöðruna með þeim hætti sem seðlabankinn gerði í upphafi, kannski ekki?
Við munum aldrei fá að vita það fyrir víst.
Þess vegna er okkur nauðsynlegt að horfa nú fram á veginn og taka til hendinni. Minnka þannig þann skaða sem samfélagið hefur orðið fyrir eða eins og einhver sagði "back to basic".
Halda þétt utan um hvert annað og láta ekki breytingar og ónotalegar aðgerðir brjóta okkur niður.
---
Pabbi er að velta fyrir sér hvað hann eigi að gera við dollarareikninginn sinn. Á hann að skipta honum yfir í krónur eða láta hann standa.
Kannski væri réttast, í ljósi nýjustu frétta um hugsanlegt "Rússagull", að skipta þeim í rússneskar rúblur!
Þá er alla vega hægt að segja eins og skáldið "þessi rússneska rúbla er mín, ég er ríkur....o.s.frv.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Látum gamla fólkið ákveða hverjum þau treysta.....grílan er ekki lengur rússarnir..hverjir ætla að bjarga okkur eftir þessa "útrás" ???? Því ekki rússarnir ?
Ég er búin að fá nóg !
Hulda Margrét Traustadóttir, 8.10.2008 kl. 20:49
Já auðvitað ræður hann þessu. Það veit hvort eð er enginn hvað á að ráðleggja! Maður er alveg búin að fá nóg og óttast nú um Kaupþing líka. Þvílíkt hrun!
Eigum við ekki að stofna samyrkjubú? Bragi bróðir er búfræðingur og við kunnum að mjólka? Getum auk þess haft gallerí í hlöðunni (eða sellerí)!!! Geir og José geta róið til fiskjar.
Vilborg Traustadóttir, 8.10.2008 kl. 23:13
Jú, hvar getum við fengið að vera - í Djúpuvík, verst að þar eru ekki góð skilyrði til þess að rækta, því við yrðum að vera sjálfum okkur nóg. Við sytyr gætum málað og fundið stað fyrir fleiri listgreinar - ljóða skriftir og fleira, kertagerð og svo ef öll fjölskyldan legðist nú á eitt er unga fólkið okkar hæfileikaríkt. Bræðurnir okkar listrænir mjög hvort sem um er að ræða tónlist eða handlist ýmiskonar. Mágkonurnar eiga líka ýmislegt í pokahorninu og já, José finnst gaman á sjó og hann spilar á trommur, Bragi á harmonikku og við förum bara aftur til fortíðar og sjáum um okkur sjálf !
Og þá er það leyst !
Er svo sammála þessum pistli þínum systir.
Hulda Margrét Traustadóttir, 12.10.2008 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.