mán. 6.10.2008
Svart er það en sóknarfæri fylgja
Maður er orðlaus eftir daginn og er þá ekki ofmælt! Allt virðist vera í kalda kolum og óöryggi fólk sést víða. Ég ætla ekki að reyna að segja neitt gáfulegt því mér er orða vant. Þó get ég ekki annað en reynt að sjá jákvæðu hliðar þessarar holskeflu sem ríður nú yfir heiminn.
T.d. þá erum við nú farin að tala saman. Úti í búð velta menn fyrir sér ástandinu og reyna að stappa stálinu hver í annan.
Talað er um af framámönnum þjóðarinnar að reyna að auka við veiðiheimildir landi og þjóð til góðs og einnig reynir fólk almennt að draga saman í neyslu sinni.
Ég stend sjálfa mig að því að hugsa á svipuðum nótum og þegar ég var með sex manna heimili og virkilega þurfti að spá í heimilisútgjöld.
"Ef mig vantaði eitthvað og átti ekki fyrir því þá lét ég mig bara vanta það!"
Þetta sagði góð vinkona mín við mig á þessum árum og ég reyndi að taka þessi orð hennar til fyrirmyndar.
Við verðum að vera róleg og umfram allt ekki rjúka til og rífa allt okkar lausafé út úr bönkunum og troða því undir koddann. Þá fyrst syrtir í álinn.
Við verðum að treysta því að það sem stjórnvöld eru að gera nú muni skila okkur í gegn um þetta.
Geir H. Harrde var ekki nærri nógu skýr í ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag. Þorgerður Katrín og Steingrínur J. túlkuðu þó ágætlega ræðu forsætisráðherra eftir að hann talaði í "véfréttastíl" til landmanna í dag.
Ég sakna Ingibjargar Sólrúnar virkilega mikið af sviðinu. Hún er frábær leiðtogi sem segir skýrt og á mannamáli hver staðan er. Ég sendi henni bestu óskir um góðan bata.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála, vantaði Ingibjörgu Sólrúnu í dag af öllum dögum. Sjálf var ég veik á versta tíma lífsins. Þvílíkir dagar , bæði föstudagur og mánudagur fyrir starfsfólk bankanna. Við erum öll dofin , vinnum, sinnum áhyggjufullum kúnnum en erum samt svo ráðvilt sjálf. En höldum brosinu (frosnu - stundum a.m.k.) Þvílíkt !
Hulda Margrét Traustadóttir, 6.10.2008 kl. 20:54
Það næsta sem ég geri ef ég missi vinnuna er "UMMÖNNUNARSTÖRF"
Ég er ekki á móti menntun en of menntun er orðið yfir okkur - engin eftir til þess að sinna slíku því allir eru of - menntaðir. Ég hef saltað síld (erfitt) verið gengilbeina(erfitt)........sé ekki eftir mér að vinna slík störf aftur - fer bráðlega í það að sækja um á Hrafnistu til að annast um gamla fólkið sem hefur skilað okkur því sem við höfum í dag. Og ég bið fyrir þjóðinni sem ég elska.....
Hulda Margrét Traustadóttir, 6.10.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.