Ættarmót

Nokkur afsprengi Seljanessystkinanna komu saman í sumar og ákváðu að mál væri komið til að halda ættarmót.  Þar sem mörg okkar eru búsett hér á suðvesturhorninu var ákveðið að hafa kaffisamsæti hér syðra.

Við ræddum um að fólk hittist nær eingöngu í erfidrykkjum og því væri alveg upplagt að halda eina "erfidrykkju" þar sem ekkert lík væri til staðar.  Svona einu sinni.  W00t

Ættarmót heitir það og munum við koma saman klukkan tvö laugardaginn 20. september í Skíðaskálanum í Hveradölum.

Margir hafa lagt að því líkur að hér sé um undirbúning fyrir eiginlegt ættarmót að ári en það er mikil firra.  Þetta ER ættarmót.

Ég er svo ánægð með góða skráningu en vel á þriðja hundrað hafa skráð þátttöku.

Mamma og Hrefna systir hennar tróna sem "tvíhöfði" ættarinnar og það verður gaman að heyra þær fara með kviðlinga og skjóta fram gamanmálum í góðu stuði. Kissing

 

Hlakka til.  Cool 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Góða skemmtun.

Hulda Margrét Traustadóttir, 19.9.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þú ættir að hoppa upp í næstu rellu og mæta! Ég get skutlað þér á móti Jósa á sunnudaginn!!!:-)

Vilborg Traustadóttir, 19.9.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þjóðarsálin er kona!!!??

Vilborg Traustadóttir, 21.9.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband