þri. 16.9.2008
Hugleiðing
Ég er byrjuð að læra Rope Yoga. Það kom mér verulega á óvart hve erfitt það er á sama tíma og það er auðvelt. Hljómar kannski skringilega en það er satt. Þegar ég hef lært að slaka á á þeim stöðum sem ég á að slaka og láta réttu vöðvana vinna verkin verður erfiðið allt þess virði. Ég vissi ekkert á hverju ég átti von en það er ótrúlegt hvað ég virðist vera að fá betri líðan. Samt er ég rétt að byrja og hef lítið lært. Einhver sagði, "því meira sem maður lærir í lífinu því betur skilur maður hvað maður kann í rauninni lítið".
Léttirinn við Rope Yoga er það að það er ég sem ræð ferðinni. Það er ég sem er að læra að beita líkama mínum og vakna til vitundar um hann. Þess vegna er nánast útilokað að gera eitthvað vitlaust. Það er örugglega ekkert sérstakur stíllinn hjá mér en á meðan líkaminn liðkast og fær aukinn styrk þá er markmiðið ekki langt undan. Ef andinn fær meiri styrk og ef ég næ að samhæfa þessa þætti þá er ég í góðum málum.
En þetta er vinna og þetta er erfitt um leið og það er auðvelt.
Svo er gott að fá sér stöku sinnum léttann hádegisverð á eftir í Rope Yogasetrinu.
Ég vona að ég gefist ekki upp því ég finn að þarna liggja miklir möguleikar fyrir mig.
Ég er ekki alveg svona en........
--
I have started to learn Rope Yoga. I think it will help me....
Athugasemdir
Flott hjá þér. Gerir þér örugglega gott
Hulda Margrét Traustadóttir, 17.9.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.