fim. 21.8.2008
Dómgreindarleysi.....
Maður fylgist agndofa með sviptingum í borgarmálum Reykvíkinga. Ég er algerlega og standandi hissa í dómgreindarleysi kjörinna borgarfulltrúa. Frá A-Ö. Er það ekki dómgreindarleysi hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni þáverandi borgarstjóra, Birni Inga Hrafnssyni þáverandi varaformanni OR og Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra og fyrrverandi stjórnarformanni OR að þiggja boð frá Hauki Leóssyni þáverandi stjórnarmanni OR í( boði Baugs) í dýrustu laxveiðiá landsins? Guðlaugur Þór segist nú hafa endurgreitt ferðina.
Mánuði eftir ferðina byrjaði ballið! Þarna voru tengsl. Sameina átti REI og GGE, Baugur var einn stærsti hluthafinn i FL Group sem átti stóran hlut í GGE.
Nei það er of vægt að kalla þetta dómgreindarleysi, þetta er spilling!
Miðað við allt sem hefur gengið á á þeim bænum eiga þessir menn að sjá sóma sinn í að snúa sér að einhverju öðru en opinberum störfum.
Hvað með Gísla Martein og nám hans til borgarstjóra? Hann og sjálfstæðismenn reyna að skáka í því skjólinu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi farið í námsleyfi á sínum tíma en þá var önnur staða uppi. Nú eru Reykvíkingar komnir með fjórða borgarstjórann á laun á þessum tveimur árum síðan kosið var. Á Gísli Marteinn ekki í ljósi stöðunnar og þess að Sjálfstæðisflokkurinn er með allt niður um sig í borginni að fara bara í sitt nám og víkja sæti á meðan?
Eiga borgarbúar endalaust að borga brúsann?
Er það kannski lykilorðið borgar? Þ.e.a.s. ef þú ert borgar-búi þá borgar þú brúsann?
Þess vegna er ég flutt norður í hrepp þar sem ég get kosið sjálfa mig ef mér sýnist svo. Allir fyrrverandi borgarstjórar ættu að íhuga þennan möguleika. Það er einfalt og gott kerfi að ganga bara inn í kjörklefann og kjósa sjálfan sig og engan annan!
Annars held ég að það ætti að taka skóflu og moka út úr Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta fólk vel flest er ekki starfi sínu vaxið.
Ekkert er ásættanlegt nema alger umskipti á framboðslistum flokkanna fyrir næstu kosningar. Vilhjálmur er enn á sveimi og skilur ekki að hans tími kom að segja af sér þegar Björn Ingi yfirgaf skútuna.
Það er helst að ég finni samhljóm með Svandísi Svavarsdóttur þessa dagana.
Kannski eins gott að ég er flutt.......?
Það er gott að hlusta á Sigurrós og lagið "Viðrar vel til loftárása" meðan maður les þessa færslu.
Athugasemdir
Menn eiga að ganga hreint til verks og láta völdin í hendurnar á kjósendum. Þetta ástandi minnir á Belgíu, sem hefur ekki getað mótað ríkisstjórn í meira en 6 mánuði.
Ester Sveinbjarnardóttir, 22.8.2008 kl. 22:49
Þetta gengur sem betur fer yfir eins og önnur leiðindi, ekki vildi ég samt vera borgarbúi núna. Sigurrós get ég bara ekki hlustað á, ekki mín tegund af tónlist. Áfram Ísland
Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.