Kleinubakstur - níræðisafmæli

Höfðum stóran kleinubakstur í dag.  Ég, mamma og pabbi.  Það gekk ótrúlega vel að hnoða og baka en það kraumaði óvenju mikið í pottinum og einu sinni "sauð upp úr" honum.  Með snarræði tókst pabba að rífa pottinn af en við vorum úti undir svölunum.  Potturinn fékk að fjúka á hellulagt sólskotið þeirra, við það slettist lítillega upp úr honum en við sluppum öll með skrekkinn,  Pabbi fékk þó smá feiti á puttann en það hafði engin eftirköst.  Héldum við svo ótrauð áfram en gættum að hitanum svo sagan endurtæki sig ekki og afraksturinn kleinur í hundraðatali.  Mamma bakaði úr hveiti en ég úr spelti. 

Við erum að fara á Strandirnar um helgina og vildum hafa kleinur með í farteskinu,  Pabbi mun halda upp á níræðisafmælið sitt þar með siglingu norður með Ströndum og ef veður leyfir allt til Hornvíkur. 

kleinur

 

 

 

 

 

 

 

--

Me and mom and dad were making kleinnur for the journey we are having to celebrate my fathers 90 year old birthday.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló gott fólk !

Var þetta ekki dálítið svakalegur kleinubakstur hjá ykkur ?

Vonandi hafa þær bragðast vel og þið notið samverunnar

Bless og guð geymi ykkur kleinubakara

kveðja Hulda Magga

Hulda Magga (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband