mið. 25.6.2008
Hlutdrægni íþróttaþula
Það fer óneitanlega dálítið í mig þegar þular eins og Alolf Ingi og Guðmundur Torfason eru hlutdrægir eins og þeir voru í leik Þjóðverja og Tyrkja.
Þegar nánast sams konar brot var í eða við teiginn þá var það vítaspyrna á Tyrki að þeirra mati en leikaraskapur í Tyrkjum þegar maðurinn var rifinn niður inni í teig af Þjóðverja.
Dómarinn lét leikinn vera í nokkru jafnvægi með því að dæma ekki í hvorugt þetta skipti.
Þjóðverjar voru heppnir að vinna, hefðu auðveldlega getað verið 3-1 undir í hálfleik.
Hvað um það, spennandi leikur!
Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og textalýsing á soccernet eða bbc hljómaði: Ótrúlegur sigur hjá Þjóðverjum, Tyrkir voru miklu betri og réðu leiknum, en einhvern veginn ... einhvern veginn tókst þeim að vinna ...
svo var líka sagt að Þjóðverjar þurfa að bæta sig verulega ef þeir ætla að geta eitthvað á móti þeim sem sigra á morgun
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 21:20
Sammála!
Hallur Magnússon, 25.6.2008 kl. 22:09
Ég er sammála þér með íþróttaþulina. Það fór í taugarnar á mér að þeir beinlínis héldu með Þjóðverjum. Ég hlustaði á BBC þulina og eins og Doddi segir - það var allt annað hljóð í þeim og miklu eðlilegri lýsing á því sem raunverulega var að gerast í þessum leik.
Í samantektinni töluðu þeir RÚV-arar sama og ekkert um vörn Þjóðverja en BBC mennirnir töluðu allir um "poor defence" hjá Þjóðverjum og fannst þeir einfaldlega spila lélegan bolta.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:35
Á hvaða leik voru þið að horfa? Þjóðverjar voru rændir augljósu víti (a.m.k aukaspyrnu) Síðan er BBC jú breska ríkisútvarpið sem er aldrei hliðhollt Þýskalandi m.a vegna langvarandi minnimáttarkenndar Breta gagnvart Þjóðverjum í knattspyrnu.
EinarE (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:40
Samt sem áður "poor defence" hjá Þjóðverjum. Tyrkir spiluðu sig hvað eftir annað í gegn um miðja vörn þeirra sem og á köntunum.
Vítið! Það átti þá að sama skapi að dæma víti á Þjóðverja fyrir að rífa mann niður inni í teig. Laam átti að fá gula spjaldið a.m.k. tvisvar vegna brota en ég held samt að dómarinn hafi gert vel að spara spjöldin og láta leikinn flæða.
Þjóðverjar sluppu með skrekkinn gegn nánast varaliði Tyrkja.
Vilborg Traustadóttir, 26.6.2008 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.