Nýr bíll

Ég fór til Póllands nýverið.  Áður en ég fór hafði ég á orði við manninn minn að bíllinn minn væri orðinn skítugur.  Hann tók að sér að "græja" málið. 

DSC02744

Meðan ég var úti tóku við einkennilegar viðræður okkar á milli. Símleiðis.

Hvort það væri algert skilyrði að bíllinn væri með Kylesko?

"Já" sagði ég "og leðursæti".  Auk hraðastillis og sjálfskiptingar.

 Þegar ég svo kom heim beið mín glænýr bíll.  Nissan Quasqai.  Með þeim búnaði sem ég vil hafa í bílnum.

Kylesko er svo þægilegt.  Þá opnast bíllin sjálfkrafa þegar þú kemur að honum (að því tilskyldu að þú sért með skynjarann á þér) og þú ýrir bara á takka eða snýrð takka og hann fer í gang.  Ekkert lyklavesen.

Leðursætin gera það að verkum að auðvelt er að ýta sér til í bílnum án mótstöðu.  Maðurinn minn talaði eitthvað um leðurbuxur í stað leðursæta.  Ég var ekki á því.  Alla vega ekki svona fyrir sumarið. 

Hér fygir með mynd af bílnum sem er sparneytinn og mjög lipur í akstri.  

En þetta er í ættinni mannsins míns.  Þ.e. að skipta bara um bíl ef einhver hefur orð á að það þurfi að þvo bílinn. Wink   

 ---

 I went to Pólland few weeks ago.  Before I went there, I asked my husband to clean my car while I was away.

When I came hom he was waiting at the airport on a brand new car!

Bottom line.  If I want a new car.  Just ask my husband to wash the old one! Wink  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður kall sem þú átt.  Til lukku með nýja bílinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: G Antonia

Svona eiga eiginmenn að vera !!!!!!!!!!!!!

Býrðu ekki lengur í Rvík Vilborg,???  Fannst það standa einhversstaðar hér???
Bestu kveðjur til þín og til hamingju með nýja bílinn megi honum fylgja heill og hamingja
Bkv

G Antonia, 8.6.2008 kl. 19:06

3 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

JDH, spurning fyrir hvað það stendur. Á bilnum sem þú áttir áður var PL0, svo þú ert þá hætt að vera skæruliði, hafði lúmskt gaman af því að bróðir þinn var svo með 911 á sínum bíl svo hann var merktur einskonar neyðarvörnum.

Til hamingju með bílinn, meiriháttar hverning eiginmaðurinn kemur þér skemmtilega á óvart. Fer að láta sjá mig fljótlega í "kíkki" en það er búinn að vera svo mikill gestagangur hjá mér að ég hef ekkert farið neitt í heimsókn.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 8.6.2008 kl. 19:41

4 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Til hamingju með nýja bílinn, mikið áttu góðann mann, knús

Svanhildur Karlsdóttir, 8.6.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég hef lögheimili í Djúpuvík á Ströndum en hef viðveru í Reykjavík.

Það er náttúrulega D í númerinu Sigríður Hrönn.

Vilborg Traustadóttir, 8.6.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Agný

Hvar fær maður svona "karla" Ippa ....eins og þinn er .... Knús til þín...og vonandi hefuru knúsað karlinn í bak og fyrir...

Agný, 9.6.2008 kl. 15:06

7 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ætli Geir myndi þvo minn ef ég bæði hann ....  eða kaupa nýjan!

En talandi um D (XD, Djúpavík, Detox, Dísa... ). Ég fékk e-mail frá Halla Gísla frænda mínum sem ættaður er af ströndum og erum við farin að plana ferð á Strandirnar í sumar ... ég vona að þið verðið heima.

Jæja systir nú förum við að hittast.

Herdís Sigurjónsdóttir, 11.6.2008 kl. 11:32

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við förum svona upp úr 25. júní og verðum einhverja daga eða vikur. Allt eftir því hvernig liggur á okkur og hvernig viðrar. Verið þið velkomin!

Inga það er málið, þessi liggur ekki á lausu enda held ég að hann sé alveg sér viðhafnarútgáfa af eiginmanni! Nema þegar hann fer í taugarnar á mér.....en þá fer ég alltaf jafnmikið í taugarnar á honum og oft endar þetta með því að ég sé kómísku hliðina á okkur og forða mér hlæjandi afsíðis svona til að skemma ekki "lúkkið":....Ég held hann nenni ekki að lesa þetta blogg en hann yrði seint sammála mér í þessu efni því ég fel glottið svo vel á bak við grimmdarsvipinn meðan ég hleyp í var!. ;-)

Vilborg Traustadóttir, 11.6.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband