þri. 27.5.2008
Myndlistarsýning á Djúpuvík
Á morgun held ég norður á Strandir með rúmlega 20 olíumálverk eftir mig til að sýna á Hótel Djúpavík, fyrri part sumars. Ég hef áður sýnt ykkur hálfunnar myndir hér á síðunni. Nú ætla ég að sýna eina í endanlegri mynd. Þessi er þegar seld en verður samt á sýningunni.
Hún heitir "Frelsi" og undirtitillinn er "Hafið bláa hafið, hugann dregur, hvað er bak við ystu sjónarrönd?"
Myndin var máluð sérstaklega fyrir Sollu systir. Magga systir hefur sagt mér til og ég hef sótt Kvöldsóla Kópavogs í vetur og lært þar myndlist. Einnig hef ég sótt námskeið hjá Myndlistarskóla Arnar Inga á Akureyri.
I will show my paintings at Hótel Djúpavík from 1. June to 15. July 2008. Here is one of the paintings. This one is named "Freedom". This pichure was specially painted for my sister Solla. My other sister Margrért has been teaching me a lot and I have been to art school this winter (Kvöldskóli Kópavogs) and have been taken courses in oil painting in Art school of Örn Ingi in Akureyri.
Hope you enjoy!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:28 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með sýninguna, verst að komast ekki. Þú verður að vera duglega að taka myndir. Gangi ykkur sem best í ferðinni og því að setja sýninguna upp, þetta er mikil vinna og veit ég að þú vandar til verksins, passar uppá byrtu og pláss fyrir hverja og eina. Hringi vestur um helgina ! Knús
Hulda Margrét Traustadóttir, 28.5.2008 kl. 08:12
Hulda Ellý var að vinna til verðlauna í skólanum sínum fyrir mynd sem tengist "Lfinu við sjónn" Var að bjóða Herdísi að vera með námskeið fyrir krakkana þeirra í endaðan júní - hefði svo gjarnan sjálf viljað læra eitthvað í myndlist þegar ég var krakki ! þAU ERU AÐ ALAST UPP VIÐ KJÖRAÐSTÆÐUR ! Ertu með ? Krakkarnir á daginn og ............
..........Við gætum málað á kvöldin í garðinum á Sauðanesi - gerist það nokkuð betra ? Knús
Hulda Margrét Traustadóttir, 28.5.2008 kl. 21:05
til hamingju með sýninguna og velkomin heim.ég er að fara til spánar svo gangi þer vel, ég byð að heilsa ströndunum hef samband þegar ég kem heim.
Guðbjörg Guðmunda Benjamínsdóttir
Seljanesætt, 28.5.2008 kl. 21:34
Til hamingju með sýninguna og gangi þér vel, hlakka til að sjá myndir, knús
Svanhildur Karlsdóttir, 29.5.2008 kl. 15:05
Æðislega gaman. Vona að þú verðir með sýningu hér nær seinna í sumar. Kveðja til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 20:52
Ásdís, þú verður bara að gera eins og Viggo Mortensen!!! Mæta á svæðið!!!
Vilborg Traustadóttir, 2.6.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.