þri. 29.4.2008
Mat hjá læknanefnd
Ég fór í dag að hitta einn af þremur læknum sem eiga að vega og meta umsóknir sérfræðinga á lyfið Tysabri sem er byrjað að nota hér á landi gegn MS sjúkdómnum.
Ég stormaði á endurkomudeild landspítalans og var beint í röð hjá gjaldkera. Á undan mér voru þrjár konur og ég þekkti þær allar. Engin þeirra var þó að fara fyrir læknanefnd eins og ég. Ein var með MS eins en hinar þekkti ég af öðrum vettvangi.
Viðtalið við lækninn gekk mjög vel og hún útskýrði fyrir mér kosti og galla lyfsins. Ég get þó átt eftir að bíða í um mánuð eftir að heyra frá þeim um næstu skref.
Spítalinn á erfitt með að sinna þessu þar sem það er tímafrekt og loka þau dagdeildinni meðan þessi lyfjagjöf fer fram. Ég held ég hafi tekið rétt eftir að það er einungs gert einu sinni í mánuði. Það er engan veginn nóg m.v. þann fjölda sem ætti að fá lyfið en þau telja sig vanta mannskap til að geta sinnt þessu verkefni svo sem best verði á kosið.
Ég spyr mig hvort ekki væri hægt að framkvæma þetta víðar á landinu?
Ég spyr mig líka, hvar er MS félagið statt í málinu? MS félagið á gott húsnæði og ágætis aðstöðu sem unnt væri að nota til lyfjagjafar og/eða eftirlits með henni?
MS félagið er nýbúið að stækka húsnæði fyrir dagvistina og því ætti plássleysi ekki að hamla í þessu máli. Nema það að formaður MS félagsins hefur sagt að dagvistin komi félaginnu ekkert við.
Bíddu en hvers vegna byggir þá félagið við dagvistina?
Auk þess hefur MS félagið ekki lækni starfandi hjá sér......
Aðalatriðið félags eins og MS ætti að vera að þjóna sem flestum MS sjúklingum á landinu.
Athugasemdir
Væna mín, skil ekki lengur tilgangin með þessu félagi en vona það besta fyri þína hönd með lyfin og krossum fingur vegna aukaverkana.......love
Hulda Margrét Traustadóttir, 30.4.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.