SKÓLALJÓÐIN

Ég er að glugga í gömlu skólaljóðin sem manni var gert að læra utan að.  Mikið ofboðslega hefur þetta verið erfitt!

 

"Hví skyldi ég ekki reyna að byrla Braga full"  (Guðmundur Friðjónsson, Ekkjan við án)  Hvernig átti að útskýra ljóð sem byrjar svona?

Eða "Fullvel man ég fimmtíu ára sól" (Matthías Jochumsson, Jólin1891)  og "Hér er fækkað hófaljóni, heiminn kvaddi Vakri Skjóni" (Jón Þorláksson,  Vakri Skjóni).

 

Önnur voru auðskiljanlegri og einhvern veginn fannst mér gaman að læra flest ljóðin.  T.d. Grettisljóð eftir Matthías Jochumsson, ljóð eftir Þorstein Erlingsson og kvæði Davíðs Stefánssonar ásamt fleirum og fleirum.

Öll skildu þau eftir aukinn skilning í barnshuganum og í dag er ég þakklát fyrir að hafa fengið að læra þessi ljóð sem á stundum voru mikið torf og mikill þyrnir í augum okkar sem vildum gera allt annað við tímann okkar en lúra yfir ljóðabálkum löngu dáinna skálda. 

Verst þótti mér að læra utan að hvar og hvenær skáldin voru fædd og hvenær þau dóu.  Ég gat ekki skilið að það skipti einhverju máli. 

Það er samt gaman að fletta bókinni og lesa hana og þetta eru miklu þyngri ljóð en mér finnst í minningunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þú veist betur en aðrir hversu miklu bakrunnurinn skiptir máli . Við verðum ekki listamenn af því að nema, það hjálpar en grunnurinn er hvaðan þú kemur og hvað þú hefur upplifað - það er for sjúr !

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.4.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gaman að þú skulir rifja þetta upp. Takk.

Já þetta var oft fjári erfitt. Ætli ljóð séu enn kennd á sama hátt, bara utanbókarlærdómur með einstöku skýringum? 

Marta B Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Urð og grjót upp í mót...ekkert nema urð og grjót.. klífa skriður skríða kletta velta niður, vera að detta. Hrufla sig á hálum sveini , halda að sárið nái beini....

er þetta rétt??

Mér fannst þetta alltaf svo svakalega spennandi og hrikalegt..

Herdís Sigurjónsdóttir, 29.4.2008 kl. 01:07

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Veit ekki alveg hvaða "sveina" þú hefur hitt!!! :-O

Annars er þetta allt rétt og frábært ljóð . Manstu eftir hvern? Og hvað það heitir? ;-)

Vilborg Traustadóttir, 29.4.2008 kl. 13:27

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég lærði ljóðin uppi á lofti, ég var svo myrkfælin að það tók enga stund að berja þetta í hugann, svo gat ég farið niður úr draugabælinu, en held samt að ég hafi ekki orðið eins myrkfælin eftir þetta. :)

Ester Sveinbjarnardóttir, 29.4.2008 kl. 22:27

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég held að ljóðin séu ekki kennd á sama hátt nú og þegar ég var í barnaskóla.

Gott ráð að skapa "draugapressu" við lærdóminn ;-).

Já Magga, sannarlega sækjum við mikið í bakgrunninn!

Vilborg Traustadóttir, 29.4.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband